Harry kominn í faðm fjölskyldunnar

Harry Bretaprins kom til Kanada í gær og er þar í faðmi fjölskyldunnar, Meghan og Archie, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla. Fylgst er með hverju fótspori fjölskyldunnar í fjölmiðlum beggja vegna Atlantsála.

AFP-fréttastofan vísar í Daily Mail en þar kemur fram að hann hafi verið farþegi um borð í flugi 85 á vegum British Airways sem flaug frá Heathrow klukkan 19 í gærkvöldi og er lent í Vancouver. Blaðið birti mynd af Harry í gallabuxum með bláa húfu og bakpoka í fylgd öryggisvarða. Sky-fréttastofan birti mynd af honum þar sem hann er á leið frá borði flugvélarinnar þar sem rúta flutti hann í næstu flugvél sem hann flaug með til Victoria þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarnar vikur. 

Harry var gestur á ráðstefnu í London í gær en …
Harry var gestur á ráðstefnu í London í gær en hélt síðan til fjölskyldunnar í Kanada. AFP

Í frétt AFP kemur fram að þessar frásagnir bresku fjölmiðlanna hafi ekki fengist staðfestar af fréttamönnum AFP sem voru á flugvöllunum í Vancouver og Victoria. Tökumaður hafi aftur á móti séð tvær bifreiðar yfirgefa setrið í Victoria þar sem þau hafa dvalið. Áður hafði sést til Meghan fara út að ganga með Archie og hunda í nágrenninu.

Jafnframt hafi sést til hennar í síðustu viku þar sem hún heimsótti kvennaathvarf og samtök sem styðja við stúlkur í Vancouver.

Fréttir staðarmiðla herma að þau séu að leita að húsi við ströndina í Vancouver eða jafnvel í Toronto en þar bjó Meghan í nokkur ár er hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Suits.

Fjölmiðlafólk hékk á Victoria alþjóðaflugvellinum í North Saanich í þeirri …
Fjölmiðlafólk hékk á Victoria alþjóðaflugvellinum í North Saanich í þeirri von að sjá Harry bregða fyrir. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.