Segir meinta kærustu allt of unga

Sophia Hutchins og Caitlyn Jener í Óskarsverðlaunaveislu í fyrra.
Sophia Hutchins og Caitlyn Jener í Óskarsverðlaunaveislu í fyrra. AFP

Raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner hefur lengi verið sögð eiga í ástarsambandi við Sophiu Hutchins. Jenner er sjötug en Hutchins aðeins 23 ára. Jenner leiðrétti misskilninginn í útvarpsviðtali á dögunum að því fram kemur á vef Metro. 

Stjörnupör vekja oft athygli fyrir mikinn aldursmun en Jenner er ekki á þeim buxunum.

„Ég á góða vinkonu sem heitir Sophia og býr í húsinu,“ segir Jenner og þverneitaði að sofa hjá henni. „Hún er falleg en hún er bara 23 ára og ég er sjötug, látið ekki svona. Hún er yngri en dætur mínar.“

Jenner og Hutchins eru mikið saman. Þær búa saman þar sem Hutchins starfar fyrir Jenner. Þær eyða líka frítíma sínum sama og mætir Hutchins með henni í fjölskylduboð. Að sögn Jenner eru þær þó bara vinkonur. 

Caitlyn Jenner.
Caitlyn Jenner. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu það ekki bíða að segja þeim sem þú elskar hversu miklu máli þeir skipta þig. Einhver sýnir sinn innri mann og það kemur þér ekki á óvart.