Terry Jones látinn

Terry Jones árið 2012. Hann er einna þekktastur fyrir að …
Terry Jones árið 2012. Hann er einna þekktastur fyrir að vera hluti spéfuglanna í Monty Python. AFP

Velski leikstjórinn, leikarinn og spéfuglinn Terry Jones er látinn, 77 ára að aldri, en umboðsmaður hans greindi frá þessu. Jones er einna þekktastur fyrir að hafa verið hluti breska grínhópsins Monty Python. 

Monty Python-gengið árið 2013. Frá vinstri: Michael Palin, Eric Idle, …
Monty Python-gengið árið 2013. Frá vinstri: Michael Palin, Eric Idle, Terry Jones, Terry Gilliam og John Cleese. AFP

Fjölskylda leikarans hefur einnig sent frá sér dánartilkynningu þar sem segir að Jones hafi andast í gærkvöldi við hlið eiginkonu sinnar, Önnu Söderström, eftir að hafa glímt við sjaldgæft afbrigði elliglapa, FTD (e. frontotemporal dementia). Þetta kemur fram á vef BBC.

Jones var einstaklega fjölhæfur maður, leikstýrði og lék m.a. í …
Jones var einstaklega fjölhæfur maður, leikstýrði og lék m.a. í kvikmyndum, skrifaði bækur og kvikmyndahandrit og orti ljóð. AFP

 

 

„Undanfarna daga hafa eiginkona hans, börn, nánustu ættingjar og margir nánir vinir verið stöðugt hjá Terry er honum hrakaði smátt og smátt á heimili sínu í Norður-London,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þau segjast hafa misst góðhjartaðan, skapandi og fyndinn mann sem með gáfum sínum og flugbeittum húmor skemmti milljónum um allan heim í sex áratugi. 

Þau segja enn fremur að það sem hann skapaði með Monty Python, bækurnar sem hann skrifaði, ljóðin sem hann orti, kvikmyndirnar sem hann leikstýrði o.fl. muni áfram lifa góðu lífi, og standa sem minnisvarðar um einstaklega fjölhæfan mann. 

Terry Jones ásamt félögum í Cannes í Frakklandi árið 1983 …
Terry Jones ásamt félögum í Cannes í Frakklandi árið 1983 þegar þeir voru að kynna gamanmyndina Monty Python-The Meaning of Life. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.