„Þarna fengum við dólg ársins sem er stelpa“

Úr laginu Smooth Hard Shit.
Úr laginu Smooth Hard Shit. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti sketsaþáttur Rjómans, víd­eónefnd­ar inn­an Versl­un­ar­skóla Íslands, fór í loftið í dag. Þátturinn var áður sýndur í skólanum við góðar viðtökur nemenda. 

Árni Þór Guðjónsson, formaður nefndarinnar, segir að það hafi verið óvenjumikið lagt í lokalagið í þetta skiptið. Lagið, „Smooth Hard Shit“, er eitt flóknasta lag tónlistarlega séð sem Verzló hefur gefið út að hans sögn. „Eins og móðir eins nefndarmanns í Rjómanum lýsti því hefur það „stelpupower, stæla og gauralæti“ segir Árni. 

„Lagið segir mjög skemmtilega sögu um fimm vini sem ætla að gera lag saman en eru ekki alveg á sömu blaðsíðu og hafa öll sína eigin hugmynd um hvernig lagið á að vera,“ segir Árni.

„Oft eru stelpur settar í menntaskólalög til þess að ná þessum „skvísu-fíling“ sem er allt gott og blessað en okkur langaði til þess að stelpa væri dólgurinn og Halldóra Elín Einarsdóttir á án efa eitt besta vers í laginu,“ segir Árni. Í Rjómanum þetta skólaárið eru 4 stelpur en 13 nemendur eru í nefndinni.

„Strákar rappa oft um hvað þeir eru miklir dólgar en þarna fengum við dólg ársins sem er stelpa,“ segir Árni og á þar við karakter Halldóru sem rappar svo eftirminnilega í laginu. 

„Þátturinn er búinn að vera í vinnslu í marga mánuði núna og eru allir sáttir við útkomuna, þátturinn inniheldur 8 sketsa og 2 lög. Bæði lögin eru einnig komin sér á YouTube-rás Rjómans,“ segir Árni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt allt virðist vera á rúi og stúi í kringum þig skaltu ekki láta það glepja þig heldur halda þínu striki. Gefðu þér tíma til að vera með vinum þínum.