Simpson greinir frá kynferðisofbeldi í æsku

Jessica Simpson.
Jessica Simpson. MARIO ANZUONI

Tónlistarkonan Jessica Simpson greinir frá því í fyrsta skipti í sjálfsævisögu sinni, Open Book, að hún hafi verið misnotuð kynferðislega þegar hún var ung stúlka. 

Simpson greinir einnig frá því í bókinni að hún hafi notað áfengi og lyf til þess að deyfa sársaukann. „Ég var að drepa sjálfa mig með allri drykkjunni og lyfjanotkuninni,“ skrifar Simpson í bókinni. 

Bókin er ekki enn komin út, en mun koma út á næstu misserum. People birti kafla úr bókinni. Fyrir fimm árum var henni boðið að skrifa sjálfshjálparbók um hvernig eigi að lifa lífinu með glans. Hún segist hins vegar ekki hafa getað gert það þá því hún vissi í hjarta sínu að hún gæti ekki verið heiðarleg þá. 

Simpson hætti að drekka og misnota lyf í nóvember 2017 og hefur ekki drukkið síðan. „Það var auðvelt að hætta í áfenginu. Ég var reið við flöskuna. Ég var reið hvað hún leyfði mér að vera sjálfumglöð og deyfð,“ segir Simpson. 

Kynferðislega misnotkunin hófst þegar Simpson var 6 ára „þegar ég deildi rúmi með dóttur vina foreldra minna. Það byrjaði á því að hann kitlaði bakið á mér og fór síðan á staði sem var mjög óþægilegt,“ skrifar Simpson.

„Mig langaði að segja foreldrum mínum. Ég var fórnarlambið en samt leið mér eins og ég hefði gert eitthvað rangt.“

Þegar hún var 12 ára gömul sagði hún foreldrum sínum frá því hvað hafði gerst. Hún segir að móðir hennar hafi sagt föður hennar að hún hafi vitað að það væri eitthvað að. Hún ræddi þetta aldrei aftur við foreldra sína, en þau slitu líka vinskapnum við umrædda vinafjölskyldu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.