Þurftu að tvöfalda veislustjórnina vegna metaðsóknar

Logi Bergmann og Rúnar Freyr verða veislustjórar.
Logi Bergmann og Rúnar Freyr verða veislustjórar. Samsett mynd

Þorrablótsnefnd Kópavogsblótsins þurfti að tvöfalda veislustjórnina eftir að ákveðið var að selja 2.400 miða á blótið. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann átti að vera einn síns liðs en fjölmiðlamaðurinn Rúnar Freyr Gíslason ætlar að hlaupa undir bagga með honum. 

Þorrablót Breiðabliks, HK og Gerplu fer fram á föstudaginn kemur í Fífunni í Kópavogi. Stuðlabandið mun leika fyrir dansi og sér Múlakaffi um veitingarnar. 

„Jói í Múlakaffi er örugglega eini kokkurinn á landinu sem getur tekið að sér svona stórt blót,“ segir Jón Sig­urður Garðars­son, einn af skipu­leggj­end­um Kópa­vogs­blóts­ins.

Jón segir að þau hafi unnið sleitulaust að blótinu síðastliðna þrjá mánuði og nú í vikunni muni um 200 sjálfboðaliðar koma að því að gera Fífuna að glæsilegum veislusal. 

„Við viljum leggja mikið upp úr upplifun fólksins. Við ætluðum að hafa þetta í körfuboltasalnum en þegar fjöldi gesta var orðinn svona mikill þurftum við að færa þetta úr honum yfir í knattspyrnuhöllina. Körfuboltasalurinn verður því notaður sem fatahengi,“ segir Jón.

Það seldist upp á Kópavogsblótið á mettíma í nóvember síðastliðnum. Fyrst fóru 1.800 miðar í sölu og seldust þeir upp á tveimur mínútum. Síðar sama dag var 600 miðum bætt við og ruku þeir líka út. Talan endaði því í 2.400 seldum miðum. Í fyrra voru 1.200 miðar seldir á blótið og hefur það því tvöfaldast að stærð.

Sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum við að gera allt tilbúið.
Sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum við að gera allt tilbúið. Ljósmynd/Aðsend
Fífunni verður gjörbreytt.
Fífunni verður gjörbreytt. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fegurðarskyn þitt er sérstaklega næmt og því er þetta góður dagur til að njóta fegurðarinnar. Eitthvað óvænt gerist sem mun veita þér mikla ánægju.