Ljósmyndir fjölmiðla ýttu undir átröskunina

Taylor Swift.
Taylor Swift. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift opnar sig um átröskun sem hún þjáðist af fyrir nokkrum árum í heimildarmynd sinni Taylor Swift: Miss Americana. Heimildarmyndin var frumsýnd í gærkvöldi á Sundance-kvikmyndahátíðinni.

Swift segir að myndir fjölmiðla hafi ýtt undir átröskunina. „Þegar ég sá mynd af mér þar sem maginn minn leit út fyrir að vera of stór eða þegar einhver sagði að ég liti út fyrir að vera ófrísk, þá langaði mig bara að svelta mig aðeins, bara hætta að borða,“ sagði Swift.

Átröskun Swift varð alvarlegri þegar hún var farin að hafa áhrif á frammistöðu hennar á tónleikaferðalagi. „Ég hélt að mér ætti að líða eins og ég gæti fallið í yfirlið eftir tónleika, eða á miðjum tónleikum. Núna er ég búin að átta mig á því að nei, ef þú borðar mat, ert orkumikil, verður sterkari, þá er hægt að koma fram á öllum þessum tónleikum og vera ekki úttaugaður,“ sagði Swift.

Hún talaði líka um átröskunina í nýlegu viðtali við Variety þar sem hún sagðist ekki hafa verið viss um hvort hún ætti að tjá sig um líkamsímynd og samband við mat. „Ég tala ekki jafn mikið um þetta málefni og ég ætti að gera þar sem það eru svo margir aðrir sem eru betri í því. En eina sem ég þekki er reynsla mín. Og samband mitt við mat var sálfræðilega eins og allt annað í lífi mínu: ef ég fékk klapp á bakið tók ég því sem góðu. Ef ég var skömmuð, tók ég því sem slæmu.“

Í dag er hún í fatastærð 6 en einu sinni var hún í stærð 0. Hún segir að hún hafi fengið margar spurningar um hvort hún væri að borða nóg þegar hún var grennri. Þá laug hún alltaf og sagðist borða og æfa nóg.

Swift segir ljósmyndir fjölmiðla hafa ýtt undir átröskunina.
Swift segir ljósmyndir fjölmiðla hafa ýtt undir átröskunina. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að veita sköpunargáfunni útrás í dag. Haltu fast í taumana á krökkunum, það borgar sig til lengri tíma litið.