Hafði ekki hugmynd um hinar konurnar

Leikkonan Cara Santana og leikarinn Jesse Metcalfe.
Leikkonan Cara Santana og leikarinn Jesse Metcalfe. AFP

Leikkonan Cara Santana, fyrrverandi unnusta leikarans Jesse Metcalfe, kom algjörlega af fjöllum fyrr í vikunni þegar myndir af Metcalfe með fjölda annarra kvenna birtust í fjölmiðlum. 

Metcalfe er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttunum Desperate Housewives þar sem hann fór með hlutverk garðyrkjumannsins heillandi John Rowland. Auk þess lék hann John Tucker. 

Santana og Metcalfe höfðu verið að ræða sambandsslit sín síðustu vikur og voru opinberlega ekki hætt saman að sögn heimildarmanns Us Weekly. Þau höfðu verið saman í 13 ár og trúlofuð í 4 ár.

„Jesse hafði dvalið á hóteli og farið fram og til baka á milli hótelsins og heimilis þeirra. Hann var ekki fluttur út. Þau voru enn að ræða málin. Cara birti mynd af sér með trúlofunarhringinn sinn daginn áður en myndirnar birtust. Hún hafði ekki hugmynd um hinar konurnar. Hún hélt að Jesse þyrfti tíma til að takast á við það sem hann var að ganga í gegnum,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Á miðvikudag birtust myndir í fjölmiðlum af Metcalfe með fjölda kvenna hér og þar um Los Angeles-borg.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að hjálpa til. Markmið þitt á þessu ári ætti að vera að sættast við þig og sjá kostina sem þú býrð yfir.