Í fullu fjöri með staf á rauða dreglinum

Ozzy og Kelly Osbourne voru í sínu fínasta pússi.
Ozzy og Kelly Osbourne voru í sínu fínasta pússi. AFP

Tónlistarmaðurinn Ozzy Osbourne mætti með staf á Grammy-verðlaunahátíðina í Los Angeles í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta skipti sem hann mætir á opinberan viðburð eftir að hann greindi frá því að hann hefði greinst með parkinsonsjúkdóm í febrúar í fyrra. 

Osbourne virtist vera í fullu fjöri en hann datt illa nú snemma árs og þurfti að fara í aðgerð á hálsi í kjölfarið. Hann mætti í sínu fínasta pússi ásamt dóttur sinni Kelly í gær. Eiginkona hans, Sharon, var í vinnunni en hún er spjallþáttastjórnandi á CBS-sjónvarpsstöðinni og var þar af leiðandi að taka viðtöl við fræga fólkið. 

Sharon sagði í viðtali ásamt eiginmanni sínum fyrr í vikunni að greiningin væri enginn dauðadómur. Ozzy sjálfur sagðist ætla að fara á tónleikaferðalag um leið og hann yrði frískari, en aðgerðin hefur haft verri áhrif á hann en parkinsonsjúkdómurinn.

Ozzy gekk með staf í gær.
Ozzy gekk með staf í gær. AFP
Sharon gaf sér tíma í fyrirpartýinu til að sitja fyrir …
Sharon gaf sér tíma í fyrirpartýinu til að sitja fyrir á mynd með eiginmanni sínum og dóttur. AFP
Sharon Osbourne gaf sér þó tíma til að skella kossi …
Sharon Osbourne gaf sér þó tíma til að skella kossi á eiginmanninn fyrir ljósmyndarana. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson