Instagram-vænsta listasýning sögunnar?

Er Chromo Sapiens Instagram-vænsta listasýning Íslandssögunnar?
Er Chromo Sapiens Instagram-vænsta listasýning Íslandssögunnar? Samsett mynd

Á fjórum dögum hafa um sex þúsund manns lagt leið sína í Hafnarhúsið í Reykjavík að skoða innsetningu listakonunnar Hrafnhildar Arnardóttir sem einnig er þekkt sem Shoplifter. Innsetningin Chromo Sapiens er einnig gríðarlega vinsælt myndefni fyrir samfélagsmiðilinn Instagram. 

Yfir þúsund myndir á Instagram hafa verið merktar með myllumerkinu #chromosapiens á síðustu mánuðum en innsetningin var framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2019. Nú er sýningin komin til Íslands og heldur enn áfram að slá í gegn hjá „Instagram-kynslóðinni“ og öðrum.

Sýningin opnaði 23. janúar og hefur því aðeins verið opin í fimm daga. Íslenska hljómsveitin HAM samdi tónverk sem hljómar í verkinu. Af þeim 6 þúsund sem hafa komið á sýninguna eru 500 börn, en sýningin þykir einstaklega fjölskylduvæn. Auk þess hélt hljómsveitin HAM tónleika í Hafnarhúsinu á laugardag og voru þá enn fleiri sem sáu sýninguna. 

Á vef Listasafns Reykjavíkur segir: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.

View this post on Instagram

Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #darrkell #ág

A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST

View this post on Instagram

Fluffy ☁️ feels like heaven - #chromosapiens #shoplifters #art

A post shared by AndreA (@andreamagnus) on Jan 26, 2020 at 2:06pm PST




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler