Var drukkin í hálft ár

Tinashe var drukkin í 6 mánuði eftir að Simmons fór …
Tinashe var drukkin í 6 mánuði eftir að Simmons fór að hitt Kendall Jenner. Samsett mynd

Tónlistarkonan Tinashe segist hafa verið drukkin í hálft ár eftir að hún frétti að kærastinn hennar fyrrverandi, Ben Simmons, væri kominn í samband með fyrirsætunni Kendall Jenner. 

Tinashe greindi frá þessu í dögurði fyrir Grammy-verðlaunahátíðina á laugardag. Hún og Simmons voru saman í tvö ár og segir hún að það hafi verið versti dagur lífs hennar þegar hún frétti að hann væri kominn í samband með Jenner.

Hún segist vera búin að ná sér í dag en í um 6 mánuði hafi ekki runnið af henni. Jenner og Simmons voru saman árið 2018 en hættu saman. Þau eru þó sögð vera byrjuð aftur saman en þau eyddu gamlárskvöldi saman og Jenner hefur mætt á nokkra körfuboltaleiki Simmons það sem af er ári.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með ástarsamband þitt.