Börðust við tárin þegar þeir minntust Kobe

Kobe Bryant.
Kobe Bryant. AFP

Spjallþáttastjórnendurnir Jimmy Fallon, Jimmy Kimmel og James Corden þurftu allir að halda aftur af tárunum þegar þeir minntust körfuboltamannsins Kobe Bryant í kvöldþáttum sínum í gærkvöldi. 

Kobe og 13 ára gömul dóttir hans Gianna létust í hræðilegu þyrluslysi á sunnudagsmorgun í Calabasas í Los Angeles. Þeirra hefur verið minnst á samfélagsmiðlum, körfuboltaleikjum, í sjónvarpsþáttum og á eiginlega hvaða vettvangi sem er á síðustu dögum. 

Kobe var gestur Kimmel 15 sinnum á síðustu árum og notaði Kimmel tækifærið til að sýna brot úr heimsóknum hans.

Fallon rifjaði upp fyrsta skipti sem hann hitti Kobe í partýi. Hvorugur þeirra þekkti neinn í partýinu, en Fallon var 21 árs og Kobe 17 ára.

Corden ræddi um síðustu heimsókn Kobe í þætti hans þegar hann var nýlega hættur í körfuboltanum. Corden segir hann hafa rætt mikið um hversu spenntur hann var að hafa meiri tíma til að eyða með fjölskyldu sinni.




mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant