Breski sjónvarpsmaðurinn Nicholas Parsons látinn

Breski sjónvarpsmaðurinn Nicholas Parsons.
Breski sjónvarpsmaðurinn Nicholas Parsons. Ljósmynd/BBC

Breski sjónvarpsmaðurinn Nicholas Parsons lést í morgun 96 ára gamall en hann var þekktastur fyrir að stjórna þættinum Just A Minute fyrst í útvarpi og síðan í sjónvarpi í breska ríkisútvarpinu BBC, en þættirnir hófu göngu sína árið 1967.

Fram kemur á fréttavef BBC að Parsons hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni í kjölfar skammvinnra veikinda. Parsons langaði að verða leikari en nam verkfræði þess í stað fyrir áeggjan fjölskyldu sinnar og starfaði á því sviði um skeið áður en hann sneri sér að leiklistinni.

Ferill Parsons var bæði langur og fjölbreyttur en hann starfaði einnig meðal annars sem leikari, bæði á sviði og sem aukaleikari í ýmsum kvikmyndum. Þekktastur er hann þó sem fyrr segir fyrir að stýra Just a Minute sem hann gerði fram á tíræðisaldur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant