Afi Eilish reyndist alls ekki afi hennar

Terry George og Billie Eilish.
Terry George og Billie Eilish. skjáskot/Twitter

Í útsendingu Grammy-verðlaunanna á sunnudag sem og á myndum frá hátíðinni má sjá mann á sextugsaldri sitja við hlið tónlistarkonunnar Billie Eilish. Eilish vann fimm verðlaun á hátíðinni og því beindist sviðsljósið ansi oft að hinn 18 ára gömlu tónlistarkonu.

Smekklega klæddi maðurinn við hlið hennar, sem margir töldu vera afa hennar, er hins vegar alls ekki afi hennar heldur „sætafyllir“. Á stórum verðlaunahátíðum er alltaf passað að einhver sitji í auðum sætum ef einhver fer á klósettið eða fer baksviðs. 

Terry George fagnaði öllum verðlaununum með systkinunum.
Terry George fagnaði öllum verðlaununum með systkinunum. skjáskot

Hinn 54 ára gamli Terry George segir í viðtali við BBC að hann hafi eiginlega dottið í lukkupottinn þegar hann fékk úthlutað sæti við hliðina á tónlistarkonunni. Hann var þó ekki alveg viss hver Billie Eilish væri áður en hann mætti á verðlaunahátíðina; taldi hana vera skoskan uppistandara.

George er nokkuð efnaður viðskiptamaður frá Leeds í Bretlandi og töldu margir hann einfaldlega hafa keypt sér aðgang að verðlaunahátíðinni. Svo er hins vegar ekki; síðustu sjö ár hefur hann tekið þátt í happdrætti um miða sem sætafyllir á Grammy-verðlaunahátíðina. Á þessum árum hefur hann fjórum sinnum fengið ósk sína uppfyllta og var þetta því ekki í fyrsta skipti sem hann kemur á verðlaunahátíðina.

Systkinin fóru heim með fimm verðlaun hvor um sig.
Systkinin fóru heim með fimm verðlaun hvor um sig. AFP

Það sem gaf helst til kynna að George væri afi Eilish og bróður hennar Finneas O'Connells var sú staðreynd að systkinin spjölluðu mikið við hann og fagnaði hann öllum fimm verðlaunum með þeim, en Finneas er framleiðandi systur sinnar. 

„Mér leið eins og ég væri með þeim þarna og hluti af hópnum. Ég veit ekki hvort tilfinningarnar hafi borið hana ofurliði en hún og bróðir hennar tóku í höndina á mér þegar þau komu af sviðinu. Bara að vera þarna og heyra allt saman og faðma fólk í kringum þau eins og mömmu þeirra. Mér leið bara eins og ég væri hluti af þessu og það var magnað,“ sagði George.

„Fólk var alltaf að spyrja mig hvort ég væri afi hennar,“ sagði George og hló. „Ég hugsaði: ég er ekki það gamall. En kannski er ég það. Ég brosti bara. Mér fannst þetta frekar fyndið allt saman,“ sagði George.

Eilish var skiljanlega hrærð yfir öllum verðlaununum.
Eilish var skiljanlega hrærð yfir öllum verðlaununum. AFP
Hin 18 ára gamla Eilish fór heim með fimm verðlaun.
Hin 18 ára gamla Eilish fór heim með fimm verðlaun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Lone Theils
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant