Hatari aflýsir tónleikum vegna eldsvoða

Hatari þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Kaupmannahöfn í kvöld …
Hatari þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Kaupmannahöfn í kvöld eftir að eldur kom upp á tónleikastaðnum, skömmu áður en hljómsveitin átti að stíga á svið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hljómsveitin Hatari þurfti að aflýsa tónleikum sínum í kvöld á tónleikastaðnum Vega á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Eldur kom upp á staðnum klukkan 18:15 að staðartíma en Hatari átti að stíga á svið klukkan 19. 

Enginn slasaðist í eldsvoðanum, að því er segir í frétt Berlingske. Nærliggjandi götum hefur verið lokað svo slökkvilið geti athafnað sig. Brian Eriksson, sem stjórnar aðgerðum slökkviliðs, segir að aðeins starfsfólk hafi verið á staðnum þegar eldurinn kom upp, engir tónleikagestir. Eldur logaði í lampa þegar slökkviliðið kom á staðinn. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. 

Á Facebook-síðu Vega er greint frá eldsvoðanum og að tónleikum kvöldsins hafi verið aflýst. Hatari birti myndskeið á Facebook-síðu sinni frá vettvangi og greina frá því að allir í hljómsveitinni, sem og hljómsveitinni Cyber sem er á tónleikaferðalagi um Evrópu þessa dagana, hafi sloppið ómeidd, sem og starfsfólk sem fylgir sveitunum.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson