Metfjöldi athafna bókaður í febrúar

Árið 2020 stefnir í að verða mikið brúðkaups ár hjá …
Árið 2020 stefnir í að verða mikið brúðkaups ár hjá sumum. mbl.is

Alls eru 33 athafnir bókaðar í febrúarmánuði hjá lífsskoðunarfélaginu Siðmennt. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að allt stefni í að árið verið mikið giftingarár.

Þetta ár, árið 2020, þykir mörgum falleg tala og fyrir þá sem spá mikið í svona lagað er því febrúarmánuður, annar mánuður ársins, heillandi. Nú á sunnudaginn, 2.2. 2020, fara fram þrjár giftingar og fimm nafngjafir á vegum Siðmenntar. Hinn 20.2. 2020 eru þrjár giftingar á dagskrá og 22.2. 2020 sjö og ein þeirra klukkan 20:02.

Þar að auki er hlaupár og er dagsetningin 29. febúar líka vinsæl, en sjö giftingar verða þá.

Siggeir segir að mun fleiri athafnir fyrir árið 2020 hafi verið bókaðar í lok árs 2019 en vanalega. Nú var búið að bóka 75 athafnir í lok árs, töluvert miklu fleiri en á síðustu árum. Í lok árs 2017 voru 48 bókaðar fyrir 2018, í lok árs 2018 var 51 athöfn bókuð fyrir 2019.

Í janúar hafa svo bæst við enn fleiri athafnir, alls 53, og því 128 athafnir á dagskrá hjá Siðmennt 2020. Af þessum 128 athöfnum eru 107 giftingar, 19 nafngjafir og tvær útfarir. 

Þegar horft er lengra inn í árið er búið að bóka fjórar giftingar 6.6. 2020 og fimm hinn 8.8. 2020. Siggeir grunar að dagurinn 10.10. 2020 verði einnig vinsæll.

Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdarstjóri Siðmenntar.
Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdarstjóri Siðmenntar. mbl.is/RAX

Í Dómkirkjunni í Reykjavík hafa ekki allir komist að á vinsælustu dagsetningunum. Samkvæmt skrifstofu Dómkirkjunnar eru óvenju mörg brúðkaup á dagskrá hjá þeim þetta árið og dagsetningar eins og 10.10. hafa verið vinsælar. Ekkert brúðkaup verður þó í kirkjunni á sunnudaginn kemur.

Dagurinn 20.6. 2020 hefur verið gríðarlega vinsæll í Fríkirkjunni í Reykjavík og samkvæmt skrifstofu kirkjunnar er kominn biðlisti fyrir þann dag. Aðrar dagsetningar á árinu standa ekki enn upp úr hvað varðar bókanir.

Í Hallgrímskirkju hafa engar sérstakar dagsetningar staðið upp úr og ekki heldur í Akureyrarkirkju. Gyða Hrönn Sigþórsdóttir, kirkjuritari hjá Akureyrarkirkju, segir að þau hafi ekki tekið eftir því að fólk hafi reynt að tryggja sér einhverjar ákveðnar dagsetningar í tæka tíð. Þó er búið að bóka vinsæla daga eins og 10.10. 2020 en Gyða segir að fjöldinn sé svipaður og síðastliðin ár.

Ekki hefur borið á auknum fjölda brúðkaupa fyrir árið 2020 …
Ekki hefur borið á auknum fjölda brúðkaupa fyrir árið 2020 hjá Hallgrímskirkju. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant