Hélt hún myndi ekki ná að verða 17 ára

Billie Eilish vann fimm Grammy-verðlaun.
Billie Eilish vann fimm Grammy-verðlaun. AFP

Tónlistarkonan Billie Eilish segir að á tímabili hafi hún verið hrædd um að brotna niður og raka af sér allt hárið. Hin 18 ára Eilish hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn á síðustu árum en þegar hún var unglingur var hún mjög þunglynd. 

Í viðtali við bandaríska Vogue lýsir hún hversu óörugg hún var í eigin líkama frá því hún var barn. Það hafði gríðarmikil áhrif á andlega heilsu hennar. „Ég hataði bara líkama minn. Ég hefði gert hvað sem til að vera í öðrum líkama,“ sagði Eilish. 

„Mig langaði svo ótrúlega mikið að vera fyrirsæta en ég var lítil og þybbin. Ég þroskaðist mjög snemma. Ég var komin með brjóst 9 ára gömul og byrjaði á blæðingum 11 ára gömul. Þannig að líkami minn fór hraðar en heilinn minn,“ sagði Eilish. 

Í öðru viðtali við Gayle King sagði hún að á tímabili hafi hún íhugað að taka sitt eigið líf. Hún hélt hún myndi ekki ná því að verða 17 ára. 

Billie Eilish hélt hún myndi ekki verða 17 ára.
Billie Eilish hélt hún myndi ekki verða 17 ára. AFP

Hún segir að andleg heilsa hennar hafi skánað mjög mikið á síðustu mánuðum. „Þegar fólk spyr mig um ráð um andlega heilsu er það eina sem ég get sagt að hafa þolinmæði. Ég hafði þolinmæði fyrir sjálfri mér. Ég tók ekki síðasta skrefið. Ég beið. Hlutirnir minnka,“ sagði Eilish. 

Elish hefur átt góðu gengi að fagna en hún fór heim með fimm verðlaun af Grammy-verðlaunahátíðinni nú í janúar. Plata hennar frá síðasta ári var ein mest spilaða plata á streymisveitunni Spotify um allan heim. 

Þessi síðustu ár hefur Eilish haft áhyggjur af því að hún falli í sömu gryfju og margar stjörnur sem verða frægar ungar að aldri. Hún bjóst við því að hún myndi gera eitthvað svipað og tónlistarkonan Britney Spears gerði árið 2007 og raka af sér allt hárið. 

„Sem aðdáandi þessara stjarna sem krakki hugsaði ég alltaf „Hvað í fjandnum er að þeim?“ Allir þessir skandalar. Atvikið með Britney. Maður elst upp og hugsar þau eru falleg og þau eru grönn. Af hverju fokkuðu þau upp? En eftir því sem ég verð eldri átta ég mig á þessu,“ sagði Eilish.

Billie Eilish.
Billie Eilish. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant