Konunglegt brúðkaup verður í maí

Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa munu ganga í það …
Edoardo Mapelli Mozzi og Beatrice prinsessa munu ganga í það heilaga 29. maí. mbl.is/AFP PHOTO / BUCKINGHAM PALACE / PRINCESS EUGENIE

Beatrice prinsessa og unnusti hennar Edoardo Mapelli Mozzi hafa valið dagsetningu til að gifta sig en brúðkaupið verður haldið 29. maí. 

Staðsetning athafnarinnar hefur ekki verið staðfest en veislan mun að öllum líkindum fara fram í Buckingham-höll. Því þykir líklegt að athöfnin verði í nálægri kirkju. 

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja héldu brúðkaupsveislu sína einnig í Buckinghamhöll en þeirra athöfn fór fram í Westminister Abbey. 

Ólíkt brúðkaupi Vilhjálms og Katrínar, Harry og Meghan og systur hennar Eugenie mun brúðkaup prinsessunnar verða minna í smíðum og er það sögn heimildarmanns People einmitt það sem tilvonandi brúðhjónin vilja.

Beatrice og Mozzi tilkynntu um trúlofun sína í september síðastliðinn. Mál föður hennar, Andrésar Bretaprins, hefur sett mark sitt á skipulagningu brúðkaupsins. Þau héldu trúlofunarveislu í London í desember síðastliðnum og var Andrés prins ekki viðstaddur.

Heimildarmenn People segja að þótt mál Andrésar varpi skugga á brúðkaupið muni hann taka þátt í brúðkaupinu og ganga með henni niður kirkjugólfið. Aðeins tíminn verður að leiða í ljós hvort það muni gerast.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fólk heillast auðveldlega af þér í dag. Þú átt eftir að sjá rautt í kvöld, en mundu að telja upp að tíu áður en þú opnar munninn.