New York Times spáir Hildi sigri

Hildur Guðnadóttir þykir líkleg.
Hildur Guðnadóttir þykir líkleg. AFP

Bandaríski fjölmiðillinn New York Times spáir því að tónskáldið Hildur Guðnadóttir hljóti Óskarsverðlaunin í flokki kvikmyndatónlistar á sunnudaginn. Hildur er tilnefnd fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 

Blaðamaður NYT spáir því einnig að leikarinn Joaquin Phoenix verði valinn besti leikarinn fyrir túlkun sína á Jókernum, Arthur Fleck, í kvikmyndinni. Hann spáir því þó ekki að Joker hljóti hin stóru verðlaunin, fyrir bestu kvikmyndina og besta leikstjórann, en þau verðlaun munu, að mati NYT, fara til leikstjórans Sams Mendes sem leikstýrði kvikmyndinni 1917. 

Hildur þykir að mati flestra „spámanna“ og veðbanka líklegust til að hljóta Óskarsverðlaunin og þar með verða fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þessi virtu verðlaun akademíunnar. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson var tilnefndur til sömu verðlauna og Hildur árin 2015 og 2016 en hlaut þau ekki.

Hildur hefur farið sigurför um verðlaunahátíðir í Bandaríkjunum og Bretlandi á síðustu vikum og mánuðum en hún vann Emmy-verðlaun í haust fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Þá vann hún Golden Globe í byrjun árs, Grammy-verðlaun nokkrum vikum seinna og svo BAFTA-verðlaun um síðustu helgi. 

Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Hildi en í desember birtist viðtal við hana á The Guardian. Í dag er löng umfjöllun um hana og afrek hennar á BBC

Hildur með Grammy-verðlaunin sem hún hlaut fyrir tónlistina í Chernobyl …
Hildur með Grammy-verðlaunin sem hún hlaut fyrir tónlistina í Chernobyl þáttunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson