Vildi ekki að fólk liti á sig sem deyjandi manneskju

Shannen Doherty greindist aftur með krabbamein en sagði ekki frá …
Shannen Doherty greindist aftur með krabbamein en sagði ekki frá því opinberlega strax. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Shannen Doherty hélt krabbameinsgreiningu sinni leyndri í tæplega eitt ár. Hún segir ástæðuna vera að hún vildi ekki að fólk liti á hana og kæmi fram við hana eins og hún væri manneskja á leiðinni í gröfina. 

Doherty greindist með krabbamein á fjórða stigi í febrúar í fyrra en greindi ekki frá því fyrr en núna í vikunni. 

Hún var áður með krabbamein árið 2015 og sýndi frá baráttu sinni við meinið á samfélagsmiðlum. Árið 2017 tilkynnti svo að hún hefði sigrast á krabbanum. Það kom því mörgum í opna skjöldu að hún hefði haldið krabbameinsgreiningunni leyndri í þetta skiptið. 

„Fólk lítur á þig eins og þú sért deyjandi manneskja og það þurfi að kveðja þig. Maður fær enga vinnu. Ég nýt þess að vinna og vinnan gefur mér enn eina ástæðuna til að fara fram úr á morgnana. Það er ástæða til þess að berjast við að halda sér lifandi,“ sagði Doherty.

Hún segist ekki vera viss um af hverju hún sé hætt að vera svona opinská með krabbameinið á Instagram. „Ég veit ekki. Ég birti ekki mikið lengur og ég vil heldur ekki vera niðurdrepandi. Og já ég vil vera jákvæð og já ég vil vera leiðarljós fyrir annað fólk, að minnsta kosti einhver sem fólk tengir við og getur spjallað við um hversu erfitt þetta er. Ég vil vera heiðarleg um þetta allt,“ sagði Doherty og bætti við að hún hafi alltaf búst við því að krabbameinið sneri aftur á endanum. 

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BQ5s7rCj57V/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank">#fbf to this morning. Oct7,2016... not that long ago. Last day of chemo. Exhausted. Now that I'm done with chemo and radiation, the waiting game is here. Waiting for test. Waiting to see if I'm clear or not. Waiting for reconstruction. Waiting. I think when one gets cancer, they are always waiting to a certain extent. To those who know... I'm waiting with you. #cancerslayer 🎀</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/theshando/?utm_source=ig_embed&amp;utm_campaign=loading" target="_blank"> ShannenDoherty</a> (@theshando) on Feb 24, 2017 at 8:47am PST

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson