Var mótfallin kynlífssenunum í The Notebook

Jessica Simpson hafnaði hlutverki í The Notebook.
Jessica Simpson hafnaði hlutverki í The Notebook. AFP

Söngkonan Jessica Simpson segir í sjálfsævisögu sinni Open Book að hún hafi hafnað hlutverki í einni rómantískustu mynd síðari ára, The Notebook, að því er fram kemur á vef Page Six. Kynlífssenurnar voru það sem gerði útslagið fyrir Simpson. 

Ef Simpson hefði leikið í myndinni hefði hún leikið hlutverkið sem leikkonan Rachel McAdams gerði ódauðlegt. Hefði hún leikið á móti hjartaknúsaranum Ryan Gosling. Simpson varð fyrst skotin í Gosling þegar þau mættu bæði í prufur fyrir Mikka Mús-klúbb Disney sem börn.  

„Ég vissi nákvæmlega um hvað myndin var af því ég var búin að lesa handritið,“ skrifar Simpson í bókina. Segir hún einnig að hún hafi hafnað því að leika í myndinni vegna þess að framleiðendurnir vildu ekki taka út kynlífsatriðin. 

Simpson sá myndina fyrst í flugvél þegar hún var að skilja við fyrrverandi eiginmann sinn Nick Lechey árið 2005. 

„Guð minn góður hugsaði ég,“ skrifaði Simpson. „Rómantískasta mynd í heimi og ég var að fara frá Nick [...] Kvikmyndin var á öllum skjám og ég datt inn í hana óskandi þess að ég ætti svona ást sem myndi endast að eilífu.“

Rachel McAdams og Ryan Gosling léku saman í The Notebook.
Rachel McAdams og Ryan Gosling léku saman í The Notebook. Ljósmynd/Imdb
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.