„Ég er samkynhneigður“

Phillip Schofield.
Phillip Schofield. Af vef Phillip Schofield

Breski þáttastjórnandinn Phillip Schofield segir að hann hafi grunað að hann væri samkynhneigður þegar hann gekk í hjónaband fyrir 27 árum en útilokað það vegna þess hversu hamingjusamur hann var.

„Ég er ekki að segja að ég hafi ekki vitað þetta,“ segir hann í viðtali við Sun í dag en Guardian greinir einnig frá. Morgunþáttastjórnandinn greindi fyrst frá því opinberlega að hann væri samkynhneigður á föstudag. Fyrst birti hann færslu á Instagram þar sem hann sagði fylgjendum sínum, sem eru þrjár milljónir talsins, að hann vildi koma heiðarlega fram og greina þeim frá því að hann væri samkynheigður. Í kjölfarið sagði hann frá þessu í þætti ITV, This Morning.

Schofield segir að hann hafi verið ringlaður og hreinlega ekki vitað nákvæmlega hver kynhneigð hans væri. Taldi hann jafnvel að hann væri tvíkynhneigður. En eftir því sem tíminn leið gerði hann sér grein fyrir að hann væri samkynhneigður og að hann vildi vera heiðarlegur, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Að sögn Schofield var eiginkona hans stórkostleg og sýndi honum mikinn stuðning þegar hann sagði henni frá þessu. Þau kynntust þegar Schofield var 25 ára og þau unnu saman hjá BBC. Hann segir að hún sé hans besti vinur og stuðningsmaður. Hann leyni hana engu og töluvert langt sé síðan þau ræddu þetta fyrst. En þrátt fyrir það geri hann sér líka grein fyrir því að hann hafi valdið henni miklum sársauka. Það sé það sem geri þetta svo erfitt. Að særa manneskju sem honum þyki svo vænt um. „Ég elska Steph enn jafn mikið og þegar við kynntumst fyrst. Sennilega enn meira en þá.“

Schofield segir í viðtalinu að hann og Steph og dætur þeirra; Molly, 26, og Ruby, 24 ára, muni alltaf vera fjöskylda. Í gær birti Molly mynd af fjölskyldunni á Instagram þar sem hún skrifar: Mun alltaf elska þig og er svo stolt af þér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson