Leitaði í áfengi eftir ljót ummæli á netinu

Jaclyn Hill hefur átt erfitt síðustu mánuði.
Jaclyn Hill hefur átt erfitt síðustu mánuði. Skjáskot/Instagram

Snyrtivörugúrúinn Jaclyn Hill byrjaði að leita mikið í áfengi eftir að opnun snyrtivörufyrirtækis hennar misheppnaðist allsvakalega. Í kjölfar hinnar misheppnuðu opnunar fékk hún mikið af ljótum skilaboðum á samfélagsmiðlum. 

Hill opnar sig í myndbandi á YouTube-rás sinni þar sem hún segir að hún hafi glímt við mikinn kvíða og þunglyndi á síðustu mánuðum. 

Hill hefur gert það gott í snyrtivörubransanum á síðustu árum og átt í góðu samstarfi við aðra snyrtivöruframleiðendur. Síðastliðið sumar var komið að því að hún fór að hanna og framleiða sínar eigin snyrtivörur. Þegar fyrstu vörurnar komu út voru þær hins vegar gallaðar og fundu kúnnar hennar hár í vörunum. Hill neyddist til að endurgreiða öllum þeim sem keyptu snyrtivörur af henni. 

Hún segir að heimur hennar hafi hrunið í kjölfarið og fór hún að leita í áfengi sér til huggunar. Margir hraunuðu yfir hana og merki hennar á samfélagsmiðlum og sendu henni ljót skilaboð. Á síðustu mánuðum hefur hún fengið fjölda athugasemda um að hún hafi bætt á sig og sé orðin feit. 

Margir sögðu líka að andlit hennar væri orðið sérstaklega bústið og sögðu henni að fara hægar í fylliefnin og bótox. Hill segist hafa þyngst um alla vega 13 kíló á þeim 8 mánuðum sem liðnir eru síðan henni var „canceled“ eða „aflýst“ á netinu. Það sem hafi orsakað hversu „feit“ hún var orðin í framan var áfengið. 

„Ég hef aldrei drukkið mikið. Ég fékk mér alltaf drykk með vinkonum mínum til að hafa gaman. Mér finnst ekki einu sinni það gaman að vera drukkin, þetta snýst ekki um það. Á þessu ári er ég búin að uppgötva að nokkrir drykkir slökkva á heilanum og róa mig,“ sagði Hill. Í stað þess að detta í það og fara á næturklúbba stundaði hún því dagdrykkju og fékk sér drykk í hvert skipti sem hún fann fyrir kvíða. 

Í dag er hún þó ekki á þeim stað og fer til þerapista nokkrum sinnum í viku og er einnig hjá lækni. „Ég er ekki alveg búin að ná mér. Þetta er erfitt núna því þetta er svo raunverulegt. Suma daga kemst ég ekki fram úr rúminu allan daginn. Ég er orðin svo þreytt á þessu. Ég er svo þreytt á þessum djöflum. Ég ætla að komast yfir þetta,“ sagði Hill. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant