Ætlar ekki að flytja til Hollywood

Hildur ætlar ekki að flytja til Hollywood.
Hildur ætlar ekki að flytja til Hollywood. AFP

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir, sem vann fyrst Íslendinga Óskarsverðlaunin í nótt, segist ekki ætla að flytja til Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Í viðtali við fjölmiðla baksviðs á Óskarnum var Hildur spurð hvort hún ætlaði að flytjast frá Berlín í Þýskalandi til Los Angeles til að einbeita sér meira að kvikmyndaiðnaðinum. Hildur svaraði því neitandi og sagði vera of sólríkt í Los Angeles fyrir sinn smekk, auk þess sem það myndi ekki henta tónlistarstíl sínum að búa í borginni. 

Hildur ræddi einnig um konur í tónlist en hún er sú fyrsta í 20 ár til að vinna þessi verðlaun ein. Hún segir það magnaða tilfinningu að vera fyrsta konan í fjölmörg ár til að vinna mörg þessara verðlauna. Það sé heiður fyrir sig að sigurför sín hafi komið af stað umræðunni um hversu fáar konur vinna til verðlauna í kvikmyndaiðnaðinum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.