Áhorf á Óskarinn aldrei minna vestanhafs

Bong Joon-ho leikstjóri Parasite var sigurvegari gærkvöldsins að öðrum ólöstuðum. …
Bong Joon-ho leikstjóri Parasite var sigurvegari gærkvöldsins að öðrum ólöstuðum. Aldrei hafa færri horft á hátíðina í sjónvarpi í Bandaríkjunum. AFP

Um það bil 23,6 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á Óskarsverðlaunahátíðina í gærkvöldi og hafa sjónvarpsáhorfendur aldrei verið færri, samkvæmt frétt ABC, sem sýnir Óskarinn í beinni. Um sex milljónum fleiri horfðu á Óskarinn í fyrra.

Áhorfendatölurnar hafa nú náð nýjum lægðum, en áður höfðu fæstir horft á Óskarinn árið 2018, þegar 26,5 milljónir manna sátu við skjáinn á sunnudagskvöldi einu í febrúar.

Tölurnar sem ABC hefur koma frá fyrirtækinu Nielsen, sem vaktar sjónvarpsáhorf vestra. Í frétt þeirra kemur fram að þar til fyrir fáeinum árum hafi áhorf á Óskarinn verið töluvert meira og alla jafna hafi á bilinu 35-45 milljónir Bandaríkjamanna horft á hátíðina í sjónvarpi.

Brad Pitt á hátíðinni í gærkvöldi. Hann hlaut sinn fyrsta …
Brad Pitt á hátíðinni í gærkvöldi. Hann hlaut sinn fyrsta Óskar, fyrir leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Once upon a time in Hollywood. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur létt álagið að bera málin undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu sennilega koma upp á yfirborðið í samskiptum þínum við systkini þín og nágranna.