„En Svandís Svavars, ég á svo miklu meir skilið“

Skjáskot úr lagi hjúkrunarfræðinema.
Skjáskot úr lagi hjúkrunarfræðinema. skjáskot/Youtube

Hjúkrunarfræðinemar settu fram hárbeitta ádeilu í lokalagi árshátíðarmyndbands þeirra þetta árið. Lagið ber nafnið Alin upp á LSH og er lagið ábreiða á lagi Emmsjé Gauta. 

Í nýjum texta er ekki bara deilt á kjör hjúkrunarfræðinga heldur einnig það mikla álag sem hjúkrunarfræðingar eru undir. Margar flugfreyjur eru menntaðar hjúkrunarfræðingar og velta hjúkrunarfræðinemarnir því fyrir sér í textanum hvort það sé betri framtíð í háloftunum. 

Hér má lesa textabrot úr Alin upp á LSH:

„Ég veit að ég mun aldrei ná að gera allt sem ég á að gerá vaktinni.

Í þetta skipti sinnti aðeins lágmarkshjúkrun.

Og mér líður ekkert rosalega vel með það.

Veit að ég er menntuð, svo ótrúlega menntuð.

En Svandís Svavars, ég á svo miklu meir skilið.

Er frekar framtíð uppí háloftunum?

Hvað veit ég um fokking flugið, ég er alin uppá LSH.“

Lagið Alin upp á LSH má sjá í spilaranum hér að neðan: 

Hjúkrunarfræðinemar bjuggu líka grínmyndband. Það myndband má sjá í spilaranum hér að neðan má sjá grínmyndband hjúkrunarfræðinemanna.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.