Harpa hyllir Hildi

Textinn „Til hamingju Hildur!“ rennur viðstöðulaust eftir glerhjúpi tónlistarhússins Hörpu í kvöld, í tilefni af Óskarsverðlaunum Hildar Guðnadóttur tónskálds.

Ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins leit þar við um kl. 18, skömmu eftir að textinn byrjaði að renna eftir glerhjúpnum, og myndaði herlegheitin.

„Okkur fannst ekkert annað koma til greina en að tónlistarhús íslensku þjóðarinnar fagnaði þessum verðskulduðu sigrum Hildar. Viðurkenningin sem hún hefur nú hlotið er mikið fagnaðarefni fyrir alla unnendur tónlistar og menningar og markar vatnaskil fyrir konur á þeim mikilvæga vettvangi,“ er haft eftir Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, í fréttatilkynningu.

Hamingjuóskirnar á hjúpnum má sjá til miðnættis og eru gestir og gangandi í nágrenni Hörpu hvattir til að deila kveðjunni á samfélagsmiðlum.

Gestir og gangandi í nágrenni Hörpu eru hvattir til að …
Gestir og gangandi í nágrenni Hörpu eru hvattir til að deila kveðjunni á samfélagsmiðlum. mbl.is/Eggert
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.