Þakkar fyrir tónlistarmenntun hérlendis

„Hildur er frábær fyrirmynd og góð áminning um að allt …
„Hildur er frábær fyrirmynd og góð áminning um að allt getur gerst ef við leggjum okkur fram,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra um sigur Hildar Guðnadóttur tónskálds. mbl.is/Samsett mynd

Hildur er frábær fyrirmynd og góð áminning um að allt getur gerst ef við leggjum okkur fram,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra um sigur Hildar Guðnadóttur tónskálds. 

Hildur hlaut Óskarsverðlaunin í nótt fyrir tónlist sína í Jókernum en áður hefur hún hlotið fjölda verðlauna fyrir þá tónlist og fyrir tónlist sína í þáttaröðinni Chernobyl. 

Lilja segir við tilefnið að innan mennta- og menningarmálaráðuneytisins séu í ferli metnaðarfull áform um að bæta í stuðning við menningu hérlendis. 

„Þetta sýnir að við erum að gera góða hluti og ég þakka fyrir þá góðu tónlistarmenntun sem eru í landinu. Ég ítreka, sem mennta- og menningarmálaráðherra, að við viljum bæta enn við í menninguna og erum með metnaðarfull áform innan ráðuneytisins um að styðja enn frekar við málaflokkinn.“

Lilja segir sigurgöngu Hildar magnaða. „Árangur Hildar Guðnadóttur er stórkostlegur og ég óska henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju. Þetta er gríðarleg viðurkenning og henni tókst í nótt að skrifa mikilvægan hluta af íslenskri menningarsögu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant