Unglingurinn sem neitaði að klippa hár sitt mættur á Óskarinn

Hinn ungi DeAndre Arnold.
Hinn ungi DeAndre Arnold. AFP

Hinn ungi DeAndre Arnold, sem komst í fréttir á dögunum fyrir að neita að klippa hár sitt fyrir skólann, er mættur á Óskarsverðlaunahátíðina.

Arnold mætti sem gestur Matthew A. Cherry og Karen Rupert, leikstjóra og framleiðanda stuttmyndarinnar Hair Love sem er tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Leikkonan Gabrielle Union og eiginmaður hennar, körfuboltamaðurinn Dwayne Wade flugu honum og móður hans frá Texas til Los Angeles.

Arnold komst í heimsfréttir fyrr á þessu ári þar sem hann neitaði að klippa hár sitt. Honum var tjáð af skólayfirvöldum í skólanum sínum í Texas-ríki að hann fengi ekki að koma í útskrift sína frá skólanum nema hann klippti hár sitt. 

Arnold var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í janúar þar sem hann ræddi um af hverju hann vildi ekki klippa hár sitt.Leikstjórinn Matthew A. Cherry, DeAndre Arnold og framleiðandinn Karen Rupert …
Leikstjórinn Matthew A. Cherry, DeAndre Arnold og framleiðandinn Karen Rupert Toliver. AFP
DeAndre Arnold ásamt teyminu á bak við Hair Love.
DeAndre Arnold ásamt teyminu á bak við Hair Love. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.