Unglingurinn sem neitaði að klippa hár sitt mættur á Óskarinn

Hinn ungi DeAndre Arnold.
Hinn ungi DeAndre Arnold. AFP

Hinn ungi DeAndre Arnold, sem komst í fréttir á dögunum fyrir að neita að klippa hár sitt fyrir skólann, er mættur á Óskarsverðlaunahátíðina.

Arnold mætti sem gestur Matthew A. Cherry og Karen Rupert, leikstjóra og framleiðanda stuttmyndarinnar Hair Love sem er tilnefnd til verðlaunanna í ár.

Leikkonan Gabrielle Union og eiginmaður hennar, körfuboltamaðurinn Dwayne Wade flugu honum og móður hans frá Texas til Los Angeles.

Arnold komst í heimsfréttir fyrr á þessu ári þar sem hann neitaði að klippa hár sitt. Honum var tjáð af skólayfirvöldum í skólanum sínum í Texas-ríki að hann fengi ekki að koma í útskrift sína frá skólanum nema hann klippti hár sitt. 

Arnold var gestur í spjallþætti Ellen DeGeneres í janúar þar sem hann ræddi um af hverju hann vildi ekki klippa hár sitt.Leikstjórinn Matthew A. Cherry, DeAndre Arnold og framleiðandinn Karen Rupert …
Leikstjórinn Matthew A. Cherry, DeAndre Arnold og framleiðandinn Karen Rupert Toliver. AFP
DeAndre Arnold ásamt teyminu á bak við Hair Love.
DeAndre Arnold ásamt teyminu á bak við Hair Love. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.