Pitt og Aniston töluðu lítið saman

Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors …
Brad Pitt og Jennifer Aniston voru innileg á Screen Actors Guild-verðlaunahátíðinni í janúar. AFP

Fyrrverandi leikarahjónin Brad Pitt og Jennifer Aniston mættu bæði í árlega Óskarverðlaunaveislu umboðsmannsins Guy Oseary aðfaranótt mánudags. Pitt og Aniston hafa verið dugleg að mæta á sömu viðburðina og í sömu veislurnar að undanförnu. Þrátt fyrir að margir voni að það þýði að þau byrji saman aftur virðist enn vera eitthvað í land.  

Sjónarvottar Page Six segja að Aniston hafi óskað Pitt til hamingju með Óskarsverðlaunin sem hann vann fyrr um kvöldið. Þau voru þó ekki mikið saman í veislunni. 

Pitt og Aniston voru ekki einu stórstjörnurnar í veislunni. Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez skemmtu sér á dansgólfinu. Stofnandi Amazon Jeff Bezos og kærasta hans Lauren Sanchez létu sjá sig. Leikararnir Courteney Cox, Laura Dern, Adam Sandler og Renée Zellweger voru einnig meðal gesta í stjörnuprýddri veislunni. 

Courteney Cox, Amanda Anka og Jennifer Aniston í Óskarsverðlaunaveislu Netflix.
Courteney Cox, Amanda Anka og Jennifer Aniston í Óskarsverðlaunaveislu Netflix. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsaðu um daglegt líf þitt og venjur. Haltu því sem vel er gert og vendu þig af ósiðunum. Þú hefur þykkan skráp, það vita þeir sem þekkja þig.