Skilnaður í bresku konungsfjölskyldunni

Autumn og Peter Phillips eru að skilja.
Autumn og Peter Phillips eru að skilja. AFP

Peter Phillips, elsta barna­barn Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar, er að skilja að borði og sæng við eiginkonu sína Autumn að því er fram kemur í breskum fjölmiðlum. Drottningin er sögð vera miður sín yfir fréttunum eftir allt sem hefur gengið á í fjölskyldunni að undanförnu. 

Peter Phillips er 42 ára gamall sonur Önnu prinsessu og fyrrverandi eiginmanns hennar Mark Phillips. Hjónin giftu sig fyrir tæpum 12 árum og eiga saman dæturnar Savönnuh sem er níu ára og Islu sem er sjö ára. 

Fram kemur í The Sun að Peter Phillips sé miður sín og skilnaðurinn hafi komið honum á óvart. Einnig er því haldið fram að hin kanadíska Autumn ætli sér mögulega fylgja fordæmi Harry og Meghan og flytja til Kanada. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.