Þúsundir könnuðu hvort Hildur væri frænka þeirra

Eftir að Hildur Guðnadóttir hampaði Óskarnum á sviðinu í Los …
Eftir að Hildur Guðnadóttir hampaði Óskarnum á sviðinu í Los Angeles á sunnudagskvöld röktu hátt á þriðja þúsund manns sig saman við hana á Íslendingabók. mbl.is/Samsett mynd

Hátt á þriðja þúsund manns röktu sig saman við Hildi Guðnadóttur á Íslendingabók í gær, 10. febrúar, eftir að þjóðin vaknaði að morgni við þær fréttir að Hildur hefði þá um nóttina orðið fyrsti Íslendingurinn til þess að hljóta Óskarsverðlaun.

Í svari frá Íslenskri erfðagreiningu, sem heldur úti Íslendingabók ásamt Friðriki Skúlasyni, segir að leitin að ættartengslum við Hildi hafi aukið talsvert umferð um vefinn, en hún var rúmlega fjórðungi meiri í gær en á venjulegum mánudegi.

Hundruð notenda Íslendingabókar höfðu áður rakið sig saman við tónskáldið sigursæla dagana áður en hún hlaut Óskarinn, en á sunnudaginn, 9. febrúar, röktu 314 manns sig saman við hana og umferðin var fimm prósentum meiri en á venjulegum degi.

„Til hamingju frænka“

Á samfélagsmiðlum hafa ýmsir deilt niðurstöðum úr þessari leit frá því að Hildur hampaði styttunni gullnu á sviðinu í Los Angeles. Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, sagðist stoltur af frænku sinni, en þau eru nímenningar.

Kristinn R. Ólafsson, útvarpsmaður, þýðandi og leiðsögumaður, svarar svo Jóni, „syngjandi glaður“ og segist hafa betur í þeirri keppni sem ættartengsl við Óskarshafann eru, eða eru ekki.

Hið minnsta er Kristinn skyldur Hildi í sjöunda og áttunda ættlið og því nokkuð skyldari henni en Jón, sem biður fyrir kveðju til frænku.

Tómas Steindórsson, plötusnúður og Twitter-spéfugl, rakti sig einnig saman við Hildi á Twitter og komst að því að hann væri skyldur tónskáldinu í áttunda ættlið.

„Til hamingju frænka,“ skrifaði Tómas svo til fylgjenda sinna á Twitter. Við erum jú öll skyld.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant