Sonur Cindy Crawford með húðflúr í andlitinu

Presley Gerber er kominn með tattú í andlitið.
Presley Gerber er kominn með tattú í andlitið. Skjáskot/Instagram

Hinn tvítugi Presley Gerber, sonur fyrirsætunnar Cindy Crawford og Rande Gerber, fékk sér húðflúr í andlitið á dögunum. Gerber lét flúra orðin „MISUNDERSTOOD“ eða „MISSKILINN“ á hægri kinn sína. 

Í myndbandi sem birtist á Twitter segir Gerber að fólk sem gagnrýni hann viti ekki hvernig honum líði innanbrjósts. Aðspurður hvaða þýðingu húðflúrið hafi sagði hann: „Mér finnst fólk ekki skilja mig, held ég.“

„Ef ég héldi að þetta myndi eyðileggja andlit mitt, eða ef ég vildi þetta ekki, hefði ég ekki fengið mér það. Ég held það sé frekar augljóst. Það stendur misskilinn því þannig hefur mér liðið alla mína ævi,“ sagði Gerber í myndbandinu sem hefur síðan verið eytt. 

View this post on Instagram

Thanks homie 😈 @jonboytattoo

A post shared by Presley Gerber (@presleygerber) on Feb 7, 2020 at 4:26pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.