Sýndi magavöðvana í tilefni 51 árs afmælisins

Jennifer Aniston varð 51 árs í gær.
Jennifer Aniston varð 51 árs í gær. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jennifer Aniston hefur engu gleymt. Í gær fyllti hún 51 ár og fagnaði afmælinu með því að birta myndir úr myndatöku. 

Eins og sést á myndunum er Aniston í góðu formi en þar má sjá glytta í stælta magavöðva hennar. 

Leikarinn Matthew Perry sem er nýlega mætttur til leiks á Instagram, síðastur af öllum leikurunum í Friends-þáttunum, óskaði henni innilega til hamingju með daginn og birti gamla mynd af þeim saman.

Courteney Cox óskaði einnig vinkonu sinni til hamingju með daginn og birti nýlega mynd af þeim saman. Lisa Kudrow sem fór með hlutverk Phoebe Buffay í Friends birti líka mynd en sagðist ekki kunna að gera það almennilega.

David Schwimmer og Matt Le Blanc virðast ekki hafa nýtt sér Instagram til að óska Aniston til hamingju með daginn þótt ekki verði fullyrt hér að þeir hafi hunsað afmælisdag vinkonu sinnar.

View this post on Instagram

Happy birthday, Jenny!!!

A post shared by Matthew Perry (@mattyperry4) on Feb 11, 2020 at 1:24pm PST


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjálfstraust byggist hægt og sígandi, enda er sígandi lukka best. Gamall vinur sendir þér skilaboð, þú ættir að vanda svar þitt vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sjálfstraust byggist hægt og sígandi, enda er sígandi lukka best. Gamall vinur sendir þér skilaboð, þú ættir að vanda svar þitt vel.