Bieber lýsti kynlífinu sem klikkuðu

Justin Bieber og Hailey Bieber.
Justin Bieber og Hailey Bieber. AFP

Tónlistarmaðurinn Justin Bieber kom fram á persónulegum tónleikum í O2-tónleikahöllinni í London í dögunum. Á tónleikunum svaraði Bieber meðal annars spurningum áhorfenda og var óhræddur við að tala um hjónaband sitt og Hailey Bieber. Gaf hann í skyn að þau stunduðu mjög mikið kynlíf. 

„Þegar ég er með konunni minni, finnst okkur gott [...] Þið getið giskað á hvað við gerum allan daginn. Það verður frekar klikkað. Það er það eina sem við gerum,“ sagði Bieber að því er fram kemur á vef Daily Mail. Sagði hann þau einnig horfa mikið á kvikmyndir, Netflix og slaka á. 

Hjónabandið er þó ekki eintóm gleði. 

„Að vera kvæntur er frábært. Ég er að segja ykkur það, en ekki misskilja. Hjónaband er ekki auðvelt,“ sagði Bieber. „Það er eitthvað sem þú verður að vinna í. Ef hjónaband væri auðvelt þá myndu allir gifta sig.“

Bieber útskýrði aðeins betur af hverju það er ekki auðvelt að vera í hjónabandi. 

„Þannig að ef þið viljið eignast börn og viljið gifta ykkur, munið bara að það krefst vinnu á hverjum degi. Þú verður að velja að vera þolinmóður við manneskjuna, elska manneskjuna, vera góður við manneskjuna og það krefst vinnu.“

Hailey Bieber og Justin Bieber giftu sig 2018.
Hailey Bieber og Justin Bieber giftu sig 2018. AFP
Justin Bieber og Hailey Bieber eru ekki feimin við að …
Justin Bieber og Hailey Bieber eru ekki feimin við að sýna ást sína. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er rangt að telja að allt viðgangist bara ef það kemst ekki upp. Gættu þess þó að sum mál eru alls ekki ætluð öðrum, þótt góðir séu.