Mátti þola mikið einelti eftir útgáfu Friday

Rebecca Black árið 2011 og 2020.
Rebecca Black árið 2011 og 2020. Samsett mynd

Rebecca Black var aðeins 13 ára gömul þegar hún gaf út lagið Friday. Hana óraði ekki fyrir á þeim tíma að þetta lag og tónlistarmyndbandið við það myndi gjörbreyta allri hennar framtíð. 

Líf hennar breyttist ekki til hins betra, alla vega voru árin eftir útgáfu lagsins gríðarlega erfið. Þann 10. febrúar voru 9 ár liðin síðan Friday kom út en lagið er af mörgum talið versta lag sögunnar. 

Black þurfti að þola mikið einelti eftir að lagið fékk mikla drefingu á netinu. Hún mátti lesa ljótar athugasemdir um sig á hverjum degi í nokkur ár. Í færslu sinni á Twitter 10. febrúar segir Black að hún vildi óska þess að hún gæti sagt 13 ára gömlu sér, sem skammaðist sín og var hrædd við heiminn, að tíminn læknar öll sár. 

„Þú ert ekki skilgreind af neinum og neinni ákvörðun. Tíminn læknar öll sár og ekkert varir að eilífu,“ skrifar Black. Færsla hennar hefur fengið mikla athygli á Twitter og kveðjum og hvatningu rignt yfir hana.

Þegar hún var 15 ára tókst hún á við gríðarlegt þunglyndi. Þegar hún var 17 ára hentu skólafélagar hennar mat í hana og vini hennar. Þegar hún var 19 ára sagði eiginlega hver einasti tónlistarframleiðandi við hana að þeir myndu aldrei vinna með henni.

Black hefur gefið út nokkrar smáskífur á síðustu árum og tekið þátt í raunveruleikaþáttum. Hún hefur einnig verið dugleg við að tala opinberlega um neteinelti.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant