Metronomy og Courteney Barnett á IA

Courtney Barnett kemur fram ein síns liðs í Fríkirkjunni á …
Courtney Barnett kemur fram ein síns liðs í Fríkirkjunni á tvennum tónleikum. Ljósmynd/Aðsend

Breska hljómsveitin Metronomy og ástralska tónlistarkonan Courtney Barnett verða á meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í ár. Þá verða Sin Fang, Júníus Meyvant, Daughters of Reykjavik, Krummi og GRÓA á meðal íslenskra listamanna sem koma fram. 

Barnett sem leikur kántrískotið indípopp-rokk mun koma fram á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni en hátíðin verður í þetta sinn dagana 4-7. nóvember. Þetta eru fyrstu atriðin sem eru staðfest á hátíðina en í morgun var tilkynnt um fjölda íslenskra og alþjóðlegra listamanna sem munu koma fram.

ADHD, Andavald, Andy Svarthol, Benni Hemm Hemm, Black Pumas, BSÍ, Courtney Barnett, Daughters of Reykjavík, dj. flugvél og geimskip, Dorian Electra, Dry Cleaning, Erika de Casier, GRÓA, gugusar, Halldór Eldjárn, Júníus Meyvant, Kiriyama Family, K.óla, Krummi, Lynks Afrikka, Metronomy, MSEA, Myrkvi, omotrack, Oyama, Pale Moon, Sólveig Matthildur, S.hel, Sin Fang, Sinmara, Squid, Tami T, The Murder Capital.

Sem fyrr er áherslan lögð á að bóka tónlistaratriði sem eru nýbyrjuð að vekja eftirtekt innan tónlistarbransans og er breska hljómsveitin Squid dæmi um slíka sveit. Þá vekur endurkoma Benna Hemm Hemm á hátíðina athygli en hann hann gaf nýlega út plötuna KAST SPARK FAST.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.