Ofurhetjumynd Robbie fær nýtt nafn eftir frumsýningu

Margot Robbie í hlutverki sínu sem Harley Quinn.
Margot Robbie í hlutverki sínu sem Harley Quinn. mbl

Ný ofurhetjumynd Margot Robbie hefur skyndilega fengið nýtt nafn tæpum tveimur vikum eftir að hún var frumsýnd. Áður hét kvikmyndin Birds of Prey en nú heitir hún Harley Quinn: Birds of Prey. 

Ofurhetjumyndin fjallar um Harley Quinn, kærustu Jókersins og fer Robbie sem áður með hlutverk Quinn. Hún var frumsýnd þann 29. janúar vestanhafs en miðasala gekk afskaplega illa fyrstu helgina. Aðeins voru seldir miðar fyrir 33,3 milljónir bandaríkjadala sem er mun lægra en búist var við en samkvæmt prufusýningu var gert ráð fyrir 45-55 milljón bandaríkjadala hagnaði. 

Birds of Prey hafði fengið ágætis dóma í flestum miðlum og betri dóma en fyrsta myndin í þessari seríu um Harley Quinn, Suicide Squad. Þrátt fyrir þessa dóma sló Suicide Squad í gegn og seldust miðar fyrir 134 milljónir bandaríkjadala fyrstu helgina í kvikmyndahúsum. 

Nafninu á Birds of Prey hefur því verið breytt í snarhasti í þeirri tilraun til að auka miðasölu og umfjöllun. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vandamál varðandi nágranna veldur þér áhyggjum. Vertu til taks, þá verða allir ánægðir. Ástarsamband líður undir lok.