Beckham í stríði við McCartney

Victoria Beckham.
Victoria Beckham. mbl.is/AFP

Fatahönnuðurnir Victoria Beckham og Stella McCartney eru sagðar vera í stríði. Beckham er sögð hafa ráðið barnfóstru þeirrar síðarnefndu til starfa auk þess sem hún á að hafa reynt að að stela mikilvægri manneskju úr tískuteymi McCartney að því fram kemur á vef The Sun

Bítladóttirin McCartney er sögð vera brjáluð út í Beckham og tók boð í fjölskylduveislu til baka. Báðar eiga þær fjögur börn og hafa börn þeirra meðal annars hætt að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlum.

Stella McCartney.
Stella McCartney. AFP

Beckham er sögð vera miður sín en vill aðeins það besta fyrir sig og fjölskyldu sína. Heimildarmaður segir hana hafa heyrt að barnfóstra McCartney væri sú besta í bænum. Hún fékk símanúmer barnfóstrunnar og bauð henni ótrúlega gott tilboð. McCartney komst að þessu og varð brjáluð. McCartney er sögð hafa fengið endanlega nóg þegar Beckham reyndi að ráða yfirmann í tískumerki McCartney. 

Beckham er sögð hafa beðist afsökunar í tölvupósti. Hún vonast til þess að rifrildið hafi ekki áhrif á fjölskyldur þeirra en dóttir Beckham og Reiley dóttir McCartney eru mjög góðar vinkonur. 

Þetta er ekki í fyrsta skpti sem konurnar fara að rífast. McCartney er sögð hafa orðið reið þegar Beckham-fjölskyldan birti myndir af dóttur sinni á samfélagsmiðlum. 

Talsmaður Beckham vildi ekki tjá sig um máið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Gættu þess bara að ganga ekki of langt né á torfu annars manns.