Látin persóna snýr aftur í stiklu af Stranger Things

Fyrsta stiklan úr fjórðu seríu af Stranger Things fór í …
Fyrsta stiklan úr fjórðu seríu af Stranger Things fór í loftið í dag. AFP

Það má með sanni segja að nýjasta stiklan af fjórðu seríu af Stranger Things hafi komið aðdáendum hressilega á óvart en persóna sem lést undir lok þriðju seríu virðist alls ekki hafa látist. 

Viðvörun: Lesir þú lengra eru góðar líkur á við spillum fyrir þér þriðju seríunn af Stranger Things hafir þú ekki enn horft á hana.

Persóna leikarans David Harbour, Jim Hopper, virðist hafa lifað hremmingarnar af í lok þriðju seríu og sést sprelllifandi í snæviþöktu landi í stiklunni sem gefin var út í dag. Lítið er vitað um fjórðu seríuna en líklegt þykir að sögusvið hennar verði Rússland. 

Ekki er heldur víst hvenær serían muni koma inn á streymisveituna Netflix, sem framleiðir þættina. Um 20 mánuðir liðu á milli 2. og 3. seríu og gæti því vel verið að sú fjórða muni ekki koma fyrr en árið 2021. Þriðja sería fór í loftið síðastliðið sumar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það þarf ekki alltaf einhver ósköp til þess að lífga upp á tilveruna. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur mun ganga upp. Vertu bjartsýn/n.