Ábreiða Flóna á Nínu umdeild

Keppendurnir sem komust áfram í kvöld.
Keppendurnir sem komust áfram í kvöld. Ljósmynd/Mummi Lú

Twitter-samfélagið tísti að vanda af miklum ákafa á meðan Söngvakeppni sjónvarpsins stóð og eftir að úrslitin voru kunngjörð. Tístarar fundu sérstaklega mikla þörf til að tjá sig um ábreiðu Flóna á hinu sígilda lagi Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar „Draumurinn um Nínu“ sem hann flutti í keppninni. 

Erlendir tístarar voru sérstaklega hrifnir af framlagi Ivu, „Oculus Videre“, til söngvakeppninnar sem var eitt af þeim þremur lögum sem komst áfram í úrslit.

Það voru þó ekki allir jafn hrifnir af framlaginu...

Daði og Gagnamagnið komust áfram í úrslit, mörgum til mikillar ánægju.

Nína, sem flutti lagið „Ekkó“, komst áfram á síðustu stundu. Nafnið Nína er auðvitað nátengt Söngvakeppninni eins og alþjóð veit, samanber fyrrnefnt lag Stebba og Eyfa. Gunnar Þór Sigurjónsson ákvað að taka það að sér að benda á það. 

Sumir söknuðu Ragnhildar Steinunnar. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.