Gagnamagnið, Iva og Nína í úrslit

Daði Freyr og Gagnamagnið með lagið „Gagnamagnið“.
Daði Freyr og Gagnamagnið með lagið „Gagnamagnið“. Ljósmynd/Mummi Lú

Fjöldi tónlistarmanna og -kvenna sýndu listir sínar í Há­skóla­bíói í kvöld þegar seinna undanúr­slita­kvöld Söngv­akeppni Sjón­varps­ins fór fram. Daði og Gagnamagnið komust áfram í símakosningu með lagið „Gagnamagnið“ ásamt Ivu sem flutti lagið „Oculis Videre“.

Auk þess valdi framkvæmdastjórn keppninnar að senda eitt lag áfram aukalega, lagið „Ekkó“ í flutningi Nínu.

Ásamt Daða og Gagnamagninu, Ivu og Nínu voru kepp­end­ur kvölds­ins Hildur Vala og Matti Matt.

Áhorfendur völdu tvö lög áfram í úrslitakeppnina með símakosningu 

Erlendir tístarar voru hrifnir af framlagi Ivu, „Oculis Videre“.
Erlendir tístarar voru hrifnir af framlagi Ivu, „Oculis Videre“. Ljósmynd/Mummi Lú

Þá flutti tónlistarkonan Elín Ey ábreiðu af lagi Abba, „Waterloo“ og rapparinn Floni flutti ábreiðu af hinu sívinsæla Eurovison lagi „Draumurinn um Nínu“ áður en úrslitin voru tilkynnt.

Nína flutti ekki samnefnt lag heldur lagið „Ekkó“.
Nína flutti ekki samnefnt lag heldur lagið „Ekkó“. Ljósmynd/Mummi Lú

Á síðasta undanúrslitakvöldi fóru lögin „Klukkan tifar“ og lagið „Almyrkvi“ áfram en fyrra lagið flutti tvíeykið Helga og Ísold og hið síðara hljómsveitin Dimma.

Hildur Vala söng lagið „Fellibylur“ af mikilli innlifun.
Hildur Vala söng lagið „Fellibylur“ af mikilli innlifun. Ljósmynd/Mummi Lú

Úrslita­kvöldið fer fram 29. fe­brú­ar næst­kom­andi í Laug­ar­dals­höll en þá verður ljóst hvaða atriði verður framlag Íslend­inga í Eurovisi­on í Rotter­dam í maí.

Matti Matt tók lagið Dreyma“.
Matti Matt tók lagið Dreyma“. Ljósmynd/Mummi Lú

Atriði seinna undanúr­slita­kvölds­ins:

Gagnamagnið

Flytj­andi:
Daði og Gagnamagnið
Lagahöfundur
Daði Freyr
Textahöfundur, íslenska
Daði Freyr
Textahöfundur, enska
Daði Freyr Pétursson

Fellibylur

Flytj­andi
Hildur Vala
Laga­höf­und­ar
Hildur Vala og Jón Ólafsson
Texta­höf­und­ur, ís­lenska
Bragi Valdimar Skúlason

Oculis Videre

Flytj­andi
Iva
Laga­höf­und­ar
Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
Textahöfundar, íslenska
Íva Marín Adrichem og Richard Cameron
Textahöfundar, enska
Richard Cameron

Ekkó

Flytj­andi
Nína
Lagahöfundur
Þórhallur Halldórsson og Sanna Martinez
Textahöfundar, íslenska
Þórhallur Halldórsson og Einar Bárðarson
Textahöfundar, enska
Þórhallur Halldórsson, Christoph Baer, Donal Ryan, Sanna Martinez

Dreyma

Flytj­andi
Matti Matt
Lagahöfundar
Birgir Steinn Stefánsson og Ragnar Már Jónsson
Textahöfundur, íslenska
Matthías Matthíason

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.