Eyfi „geysilega sáttur“

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson fluttu Drauminn um Nínu …
Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson fluttu Drauminn um Nínu fyrir hönd Íslands í Eurovision 1991. Í viðtali við Sunnudagsmoggann fyrir þremur árum sögðu þeir Nínu eldast vel. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Eyjólfur Kristjánsson er geysilega sáttur við útgáfu rapparans Flóna á Draumi um Nínu. 

Eyfi, sem er höfundur lags og texta, fann sig knúinn til að blanda sér í umræðuna á Twitter eftir að skiptar skoðanir virtust vera um flutning Flóna á laginu sígilda á seinna undanúr­slita­kvöldi Söngv­akeppn­inn­ar í gær.

Sum­ir heilluðust á meðan aðrir gerðu at­huga­semd­ir við ým­is­legt, til að mynda „autot­u­ne-ið“. Páll Óskar Hjálm­týs­son, poppkóng­ur­inn sjálf­ur, er him­in­lif­andi með flutn­ing­inn og út­setn­ingu lags­ins. 

„Vegna umræðu um flutning Flóna á "Draumur um Nínu" í gær, þá vildi ég bara segja sem höfundur lags og texta að ég er geysilega sáttur við þessa frumlegu útgáfu, vel gert,“ skrifar Eyfi á Twitter og líkur færslunni á „pís-merki“. Ætli stóra Nínu-málið sé þá útrætt? 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Spenna milli þín og maka þíns krefst þess að þú reynir nýjar lausnir. Sambönd eyða andlegri orku ef maður lætur þau hafa þannig áhrif á sig.