„Röddin er farin“

Elton John.
Elton John. AFP

Tónlistarmaðurinn Elton John neyddist til að hætta tónleikum fyrr en áætlað var vegna veikinda í Auckland í Nýja-Sjálandi. John missti röddina og virkaði mjög ósáttur með að geta ekki haldið áfram.

Í frétt BBC kemur fram að söngvarinn hafi áður tilkynnt tónleikagestum að hann væri með lungnabólgu en ætlaði ekki að láta það trufla sig.

„Röddin er farin, ég get ekki sungið. Ég þarf að fara og biðst afsökunar,“ sagði Elton John við tónleikagesti.

„Ég spilaði og söng af öllu hjarta þar til ég gat ekki haldið áfram,“ skrifaði John á Instagram-síðu sína þar sem hann baðst aftur afsökunar.

Ekki er ljóst hvort veikindin hafi áhrif á fyrirhugaða tónleika hans í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson