Í felum þangað til hann grennist

Russell Crowe.
Russell Crowe. AFP

Óskarsverðlaunaleikarinn Russell Crowe er sagður vera í felum þangað til hann grennist að því er fram kemur á vef Page Six. Crowe hefur vakið athygli að undanförnu fyrir vöxt sinn. Crowe vann Golden Globe-verðlaun í byrjun árs fyrir hlutverk sitt í The Loudest Voice. Hann mætti ekki til þess að taka á móti verðlaununum í Los Angeles. Var hann þess í stað í Ástralíu með börnunum sínum. 

„Ástæðan fyrir því að enginn hefur séð Russell um tíma er sú að hann er í megrun. Hann vill koma úr felum þegar líkami hans lítur betur út,“ sagði heimildarmaður. 

Er Crowe sagður hafa skammast sín vegna mynda sem teknar voru af honum sem sýndu hann í íþróttabuxum með bumbuna út í loftið. 

„Honum finnst gott að borða. Hann borðar mikið af steikum og skyndibita. Það er erfitt fyrir hann að skipta yfir í heilsusamlegri lífsstíl,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Leikarinn er þekktur fyrir að breyta líkamlegu atgervi sínu fyrir kvikmyndahlutverk og er talið að hann hafi bætt aðeins á sig fyrir myndina Unhinged sem kemur út í ár. Bætti hann einnig á sig fyrir hlutverkið Roger Ailes í þáttunum The Loudest Voice. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant