Skunk Anansie spilar í Laugardalshöll í haust

Skunk Anansie kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll í október.
Skunk Anansie kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll í október.

Breska hljómsveitin Skunk Anansie kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll 24. október, en frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá tónleikahöldurum.

Sveitin var stofnuð árið 1994 og naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum og lék meðal annars fyrir troðfullri Laugardalshöll 5. september 1997.

Skunk Anansie var starfandi til ársins 2001, er hljómsveitin tók sér hlé frá samstarfi allt þar til árið 2009.

Í ár hefur sveitin boðað útgáfu nýrrar smáskífu, auk þess sem hún fer í tónleikaferðalag um Evrópu og verða tónleikarnir í Laugardalshöllinni þeir fyrstu í því ferðalagi.


Fram kemur í tilkynningu frá Teamworkevent, sem annast tónleikahaldið, að miðasala hefjist föstudaginn 21. febrúar og fari fram á Tix.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson