„Ég hélt fyrst að þetta væri bara feik“

Daði og Gagnamagnið flytja lagið Think About Things í úrslitum …
Daði og Gagnamagnið flytja lagið Think About Things í úrslitum Söngvakeppninnar. Ljósmynd/Aðsend

Hollywood-stjarnan Russell Crowe hefur sýnt Daða Frey Péturssyni og lagi hans og Gagnamagnsins mikinn áhuga á Twitter. Daði segir í samtali við mbl.is að faðir hans hafi látið hann vita af aðdáun leikarans. Mikill áhugi hefur verið á lagi Daða síðasta sólarhringinn. 

„Pabbi er mjög duglegur að fylgjast með. Ég er bara á fullu að undirbúa þessa tónleika,“ segir Daði Freyr en hann er að leggja lokahönd á Eurovision-ábreiðutónleika sem fara fram á Hard Rock Café á föstudaginn. „Ég hélt fyrst að þetta væri bara feik,“ segir Daði en svo var ekki. Um er að ræða viðurkenndan reikning Russell Crowe og er hann með 2,7 milljónir fylgjenda á Twitter.

Daði segist reyndar hafa tekið eftir mikilli aukningu á spilun myndbandsins við lagið Think About Things á Youtube síðan í gærkvöldi. Segir hann að spilunin á Youtube hafi aukist um 15 þúsund á innan við sólarhring. Um töluverða aukningu er að ræða þar sem fyrir hádegi í dag var fjöldi spilana rétt yfir 42 þúsund.

Crowe deildi tveimur hlekkjum sem birta lag Daða og Gagnamagnsins á ensku. Daði segir að lagið verði flutt á ensku á úrslitakvöldinu 29. febrúar. Verður það stærsta breytingin frá undanúrslitakvöldinu. Textinn var upphaflega saminn á ensku og fjallar um að eiga lítið barn. 

Þrátt fyrir mikinn meðbyr erlendis frá er Daði pollrólegur. „Þetta fer bara eins og þetta fer,“ segir Daði áður en hann heldur áfram að klára síðustu ábreiðurnar fyrir tónleikana á föstudaginn. Ætlar hann meðal annars að taka ábreiður af lögunum Hard Rock Hallelujah, Gleðibankanum, Þú tryllir mig og Wiggle Wiggle Song.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler