79 ára Al Pacino allt of gamall fyrir kærustuna

Al Pacino er hættur með kærustunni.
Al Pacino er hættur með kærustunni. AFP

Ísraelska leikkonan Meital Dohan er hætt með stórleikaranum Al Pacino. Al Pacino er 79 ára en Dohan 43 ára. Í viðtali við The Times of Israel staðfestir Dohan að sambandinu sé lokið og að aldursmunurinn hafi verið of mikill. 

„Það er erfitt að vera með svona gömlum manni, jafnvel Al Pacino,“ sagði Dohan í viðtalinu. „Aldursmunurinn er erfiður, já. Ég reyndi að afneita því en til að vera hreinskilin þá er hann nú þegar orðinn gamall maður. Svo jafnvel með allri minni ást þá entist þetta ekki.“

Dohan sagði að Al Pacino væri ekki mikið fyrir að eyða peningum og hann hefði aðallega keypt handa henni blóm. 

Parið var saman í um tvö ár en þau kynntust í veislu í Hollywood. Vonar Dohan að þau verði áfram góðir vinir þrátt fyrir að þau hafi rifist í lok sambands síns. 

„Ég reifst við hann og hann fór nýlega frá mér en auðvitað elska ég hann og kann að meta hann og ég var glöð með að vera til staðar þegar hann þurfti á mér að halda og vera hluti af arfleið hans,“ sagði leikkonan. „Það er heiður fyrir mig. Ég er glöð með að sambandið á milli okkar átti sér stað og vona að við verðum góðir vinir.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að lenda í erfiðri stöðu gagnvart eldri ættingja. Prófaðu að fara fyrr á fætur, þér verður meira úr verki.