Lag Auðar og Mezzoforte tekið úr spilun

Auður í Listasafni Íslands í fyrra.
Auður í Listasafni Íslands í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lagið „Hún veit hvað ég vil“ með Auði og Mezzoforte hefur verið tekið úr spilun á Rás 2 að beiðni Sony í Danmörku.

Lagið er samstarfsverkefni flytjendanna fyrir sjónvarpsþáttinn Hljómskálann.

Auður er samningsbundinn Sony, sem höfðu ekki hugmynd um þetta hliðarverkefni hans, og fóru fram á að lagið yrði tekið úr spilun, að því er RÚV greinir frá.

Guðmundur Kristinn Jónsson, einn umsjónarmanna Hljómskálans, segir við RÚV að Sony vilji að lagið fari réttar boðleiðir. Nú sé það á valdi Sony að setja lagið aftur í spilun og þá í samvinnu við Mezzoforte. Hljómskálinn hafi ekki vitað að Auður væri samningsbundinn útgáfurisanum.

Uppfært kl. 17.55:

Að sögn talsmanns Sony hér á landi hefur fyrirtækið aldrei beðið um að lagið yrði tekið úr spilun. Ekki hafi legið fyrir samkomulag á milli Auðar, útgáfufélags hans, Mezzoforte og Hljómskálans um hvernig útgáfu lagsins yrði háttað og það gert aðgengilegt á streymisveitum, að því er RÚV greinir frá. Grænt ljós hefur verið gefið á að spila lagið á nýjan leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler