Fyrrverandi Anderson trúlofaður nýrri konu

Jon Peters er búinn að skipta Pamelu út.
Jon Peters er búinn að skipta Pamelu út. AFP

Kvikmyndaframleiðandinn Jon Peters er trúlofaður annarri konu, Juliu Bernheim, en aðeins 3 vikur eru síðan hann og fyrirsætan Pamela Anderson slitu 12 daga hjónabandi sínu. 

Peters var trúlofaður annarri konu þegar Anderson hafði samband við hann og bað hann að giftast sér. Ekki liggur fyrir hvort Bernheim er sú kona sem hann var trúlofaður áður. 

Peters og Anderson komust í heimsfréttir í janúar þegar þau voru allt í einu gengin í hjónaband áður en nokkuð hafði spurst út um samband þeirra. Hjónaband þeirra var ekki allt þar sem það var séð og segir Peters að Anderson hafi aðeins gifst honum svo hann myndi greiða skuldir hennar.

Þegar Peters gat ekki borgað skuldirnar hennar tilkynntu þau um skilnað. Þrátt fyrir að hafa gengið í það heilaga voru þau ekki búin að ljúka öllum pappírsmálum sem því fylgir og því ekki hjón á pappírum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.